Reynir Jónsson og Gunnar Th. Gunnarsson stofnuðu fyrirtækið NPK árið 2010

Forsagan er sú að miklir erfiðleikar sköpuðust í innflutningi á rekstrarvörum fyrir garðyrkjustöðvarnar í landinu í efnahagshruninu 2008. Reynir Jónsson byrjaði því að panta fyrsta gáminn af áburði fyrir garðyrkjuna hjá sér í desember 2009. Gunnar, sem sá á þessum tíma um ylræktarstöð í Hveragerði, frétti af þessum innflutningi Reynis og spurði hann hvort hann væri til í að selja sér áburð. Það var auðsótt mál, það kom gámur og Gunnar spurði Reyni þá hvort hann mætti ekki selja öðrum úr gámnum líka. Þetta samstarf vatt mjög fljótt upp á sig og fljótlega var farið að flytja inn fleiri vörur fyrir garðyrkjuna og eins og fyrr segir stofna þeir formlega heildsölufyrirtækið NPK árið 2010.

NPK er leiðandi í sölu á rekstrarvörum og í þjónustu við garðyrkjubændur.

NPK selur áburð, mold, fræ, lífrænar varnir, ljósabúnað, stýrikerfi, vökvunarkerfi, og hvaðeina sem garðyrkjumenn þurfa á að halda.

NPK byggir, í samstarfi við hollenskt fyrirtæki gróðurhús og vinnuskemmur. Þá hækkum við eldri gróðurhús.

NPK þjónustar golfvelli og íþróttavelli með áburð.